Hvað er Ljósnet?
Ljósnet eða VDSL (Very high bit-rate Digital Subscriber Line) er tækni sem nýtir ljósleiðara sem eru til staðar nú þegar í breiðbandsgötuskápum. Þaðan eru hefðbundnar símalínur úr kopar notaðar til háhraðagagnaflutnings inn á heimili til dæmis fyrir Internet og sjónvarpsefni. Ljósnet gefur miklu meiri hraða á niðurhali en ADSL tenging og getur hvert heimili til dæmis verið með allt að fimm myndlykla og háskerpusjónvarp auk Internettengingar og heimasíma á einni og sömu símalínunni. Eðlilegur hraði á niðurhali á Ljósnetstengingu er frá 20Mbit/s upp í 50 Mbit/s.