Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is

Svik í nafni lögreglu

Frumleika þeirra sem dreifa óværu á Internetinu eru engin takmörk sett. Seint á laugardagskvöldi barst Snerpu tölvupóstur frá logreglan@logregian.is (takið eftir i í stað l). Þar var viðtakandi boðaður til skýrslutöku hjá Lögreglunni á höfuðborgasvæðinu (já - það vantar r þarna) og boðið að sækja gögn um skýrslutökuna. Ef það er gert þá þá færist viðtakandi á vefsíðu sem líkist vef lögreglunnar og þarf að slá inn kennitölu og auðkenni úr póstinum. Reiturinn sem kennitala er skráð í leitar í þjóðskrá og athugar hvort kennitalan er raunveruleg og birtir viðeigandi nafn. Síðan er boðið upp á að hlaða niður ,,gögnum" sem við gerðum reyndar ekki enda afar líklegt að þau séu sk. spilliforrit sem t.d geta tekið gögn notandans í gíslingu, læst þeim með dulkóðun og þarf þá að greiða lausnargjald til að ná gögnum til baka. Við vörum eindregið við að svona ,,gögn" séu sótt.

Uppfært: Greining á gögnunum sem ætlast var til að notendur sæktu hefur leitt í ljós að séu skjölin opnuð er hlaðið upp forriti sem fylgist með öllu sem skráð er á lyklaborð viðkomandi tölvu og leitar sérstaklega eftur lykilorðum í heimabanka.