Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Snerpa Snerpa | 4. júní 2003

100.000 tölvupóstar í INmobil

Þann 24. maí sl. sendi skipverji á togaranum Málmey skeyti nr. 100.000 í INmobil póstkerfinu. INmobil er samstarfsverkefni Snerpu og Radiomiðunar og með því er hægt að senda póst frá skipum og í land með Iridium gerfihnattakerfinu. Alls eru nú yfir 40 skip með INmobil póstkerfið um borð og í þeim eru virk um 1000 netföng hjá skipverjum. Sala á kerfinu hefur tekið mikinn kipp undanfarið og hefur kerfið verið tekið um borð í á annan tug skipa frá sl. áramótum.

Snerpa sendi nýverið frá sér nýja útgáfu af kerfinu, útgáfu 1.6, sem er aðlöguð að nýjustu útgáfum af Internet Explorer og sett hefur verið upp í öryggisgalla sem þar komu fram. Hægt er að fá uppfærslur hjá bæði Radiomiðun og Snerpu.


Til baka