Rokkhátíðin Aldrei fór ég suður opnaði í gær nýja og rokkaða vefsíðu á aldrei.is. Nýja vefsíðan er líkt og sú gamla, sem hafði þjónað hátíðinni síðan 2011, hönnuð af Ágústi Atlasyni og keyrir að sjálfsögðu á vefumsjónarkerfinu Snerpill frá Snerpu.
Aðstandendur hátíðarinnar voru í skýjunum með nýja vefinn.
Hann Ágúst, hjá Gusti photography, er búinn að liggja sveittur síðustu vikurnar og búa til nýtt útlit á síðuna okkar. Hún er alveg klikk! Honum til halds og trausts voru þeir Snorri og Stulli sem sáu um skrif og einhver tæknimál sem enginn skilur.
Sjáið bara hvað rokkstjórinn er ánægður með þá drengina og nýja vefinn!
Klöppum fyrir þeim, klapp klapp klapp
Við óskum Aldrei fór ég suður til hamingju með nýju vefsíðuna!