Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Snerpa Snerpa | 3. september 2004

Fulltrúa Snerpu boðið til alþjóðlegrar ráðstefnu

Háskólinn í Tromsö í norður-Noregi, sem skipuleggur ráðstefnuna „The new Nordic Periphery, Municipal Learning through Local Innovations“ hefur boðið Snerpu að senda fulltrúa sinn á ráðstefnuna. Á íslensku mætti útleggja nafn og þema ráðstefnunnar sem „Hinar nýju norrænu jaðarbyggðir: Þekkingaröflun sveitarfélaga með staðbundnu frumkvæði.“ Ráðstefnan verður haldin í Røst í Lofoten, sem verður að teljast við hæfi þar sem Røst er þyrping smáeyja um 100 km vestur af Bodø. Alls fara 7 fulltrúar frá Íslandi, þar af þrír frá Hornafirði og tveir frá Ísafirði. Halldór Halldórson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og Björn Davíðsson fer fyrir hönd Snerpu en meðal þess sem hefur vakið athygli er frumkvæði Snerpu í netþjónustu, t.d. þjónusta við skipaflotann með gerfihnattasamskiptum og einnig uppbygging á sítengisamböndum með örbylgju um Vestfirði og víðar.


Til baka