Snerpa hefur tekið að sér að reka netþjón fyrir MarStar sem er samskiptakerfi fyrir póstsendingar yfir þráðlaus fjarskiptakerfi og er þróað af Netverki hf. Netþjónninn verður rekinn með sk. kerfisleigufyrirkomulagi og var gangsettur í síðustu viku.Þetta þýðir að þeir sem nota MarStar geta nú nýtt sér þessa samskiptagátt til að taka við og senda póst frá Interneti. Jafnframt stendur til að leggja niður þá MarStar gátt sem var starfrækt fyrir. MarStar keppir m.a. við samskiptalausn sem Snerpa hefur verið með í þróun sem heitir INmobil en nokkur áherslumunur er þó á þessum tveimur kerfum. Með starfrækslu gáttarinnar má segja að sé og verði samankomin á einum stað öll þjónusta við netnotendur sem tengjast um GSM, NMT og gervihnattasíma.