Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Snerpa Snerpa | 9. mars 2003

INfilter vefgæsla á CeBIT

INfilter vefgæslan verður til sýnis á Cebit upplýsingatæknisýningunni í Hannover í Þýskalandi sem haldin verður 12.-19. mars 2003. Þetta er í annað skiptið hvað CeBIT varðar, en INfilter var fyrst kynnt á CeBIT árið 2002.

Fulltrúar frá Snerpu, sem hannar og selur INfilter þjónustuna verða til ráðgjafar og upplýsingar í Bás B02 í Höll 5 á meðan á sýningunni stendur.CeBIT-sýningin er stærsta sýning sinnar tegundar í heimi. Árið 2002 komu tæplega 850.000 gestir á sýninguna og heildarfjöldi sýnenda var 8.152, þar af 3.210 sýnendur erlendis frá og um helmingur allra sýnenda eru að sýna hugbúnað og Internet-tengda þjónustu.

Básinn er á vegum Útflutningsráðs sem endurleigir aðstöðuna til íslenskra fyrirtækja. Árið 2002 tóku þátt auk Snerpu, fyrirtækin HB-International/Hugbúnaður hf., Juventus/Prim/Urlausn-Aðgengi og Teikn á lofti.

Básinn í ár er á svipuðum stað og sl. ár og stærðin er talin henta ágætlega. Staðsetning er sömuleiðis góð í Höll 5 sem er miðsvæðis af þeim höllum þar sem lögð er áhersla á hugbúnað og upplýsingatækni.


Til baka