Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Snerpa Snerpa | 18. júní 2003

Magnmæling á proxyþjóni

Proxyþjónn er þjónusta sem sér um að sækja vefsíður fyrir notendur út á Netið. Þetta getur sparað mikinn tíma og aukið afköst á Netinu. Sjá nánar hér.

Nú er lokið gerð sundurliðunarforrits fyrir magnmælingar á proxyþjóni. Þetta þýðir að nú er hægt að flokka frá innanlandsumferð á proxyþjóni. Vinnu við prófun og samanburð lauk 16. júní en gögn voru unnin frá 1. júní, þannig að magnmæling einstakra notenda sem hafa greitt fyrir ómælda innanlandsumferð er nú einnig framkvæmd á proxyþjóni.

Það hefur ekki verið framkvæmanlegt hingað til að "mæla burt" innanlandsnotkun í proxyþjónustu hjá netþjónustum á Íslandi. Snerpa hefur haft notkun á proxyserver valfrjálsa fyrir ADSL-notendur hingað til en aðrar netþjónustur hafa neyðst til að loka fyrir aðgang sinna notenda að proxyþjóni þar sem mælingakerfi þeirra réðu ekki við slíkar mælingar.

Snerpa er fyrsta netþjónustan á landinu, sem býður notendum með ómælda innanlandsumferð að nota proxyþjón. Þetta er gert með sérsmíðuðu magnmælingakerfi Snerpu, sem er einstaklega hraðvirkt og gefur m.a. kost á uppfærslum á mælingagögnum oft á dag en flestar netþjónustur geta einungis uppfært gögn notenda einu sinni á dag. Notkunarmælingar hjá Snerpu eru nú uppfærðar á klukkustundar fresti.

Þá viljum við einnig hvetja notendur með ADSL- og örbylgjutengingar til að kynna sér nýtt einingaverð á umframumferð í gjaldskrá okkar, en helsta nýmælið er að örbylgjunotendur sem kaupa 1 GB tengingar og stærri, greiða nú einungis kr. 2,49 fyrir hvert umfram MB en verðið var kr. 4,- fyrir 1. júní sl.


Til baka