Í kjölfar mikillar ofankomu í dag jókst álag á vefmyndavélarnar töluvert og á tímabili upp úr kl. 14 varð vart við truflanir þar sem á þriðja hundrað notendur voru að kíkja eftir veðri fyrir vestan. Við þessu var brugðist með því að bæta við streymisþjón í dag og ættu því vandkvæði vegna þessa að vera úr sögunni í bili.