Undanfarnar vikur hefur verið í hönnun ný vefsíða fyrir Símaverið ehf. Tók Snerpa að sér hönnun á vefsíðu og logoi og þar með ímyndarbyggingu fyrirtækisins. Símaverið ehf keypti vefumsjónakerfi af Snerpu og er þriðja vefsíðan sem notar Snerpil Vefumsjón. Nú sér Símaverið alveg um vefsíðuna sína sjálf og segir Hannes Haraldsson framkvæmdastjóri í fyrstu frétt á Simaverið.is að kerfið sé auðvelt í notkun og gleður það okkur að heyra það. Á vefsíðunni er að finna allar upplýsingar um þjónustu og starfsfólk. Þar má líka finna umsagnir viðskiptavina Símaversins og stutta sögu fyrirtækisins. Simaverið.is er aðalega upplýsingasíða en þar munu líka verða skrifaðar fréttir af starfsemi Símaversins.
Snerpa ehf óskar Símaverinu til hamingju með nýja vefsíðu.