Þann 29. janúar gangsettum við nýtt útlandasamband til Amsterdam. Vegna mikillar fjölgunar notenda undanfarnar vikur var fyrirséð að þyrfti að bæta við afkastagetu á útlandasamböndum en þetta er þriðja útlandasamband Snerpu.
Að vera með fleiri útlandasambönd eykur líka þol gagnvart rofum á samböndum, hvort sem þau eru vegna bilana eða viðhalds. Að auki eru síðan tvö sambönd vegna innanlandsumferðar í gangi.