Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Björn Davíðsson Björn Davíðsson | 23. apríl 2013

OV og Snerpa gera með sér tvo samninga

Að lokinni undirskrift samninga. Sigurjón Kr. Sigurjónsson og Halldór Magnússon hjá OV og Björn Davíðsson og Ragnar A  Árnason hjá Snerpu.
Að lokinni undirskrift samninga. Sigurjón Kr. Sigurjónsson og Halldór Magnússon hjá OV og Björn Davíðsson og Ragnar A  Árnason hjá Snerpu.
1 af 3

Orkubú Vestfjarða og Snerpa undirrituðu í gær tvo nýja samninga um samstarf sín á milli. Samningarnir eru annarsvegar um fjarskipta- og netþjónustu og hinsvegar um eignarhald og rekstur á ljósleiðurum sem Orkubúið lagði á sínum tíma með öðrum lögnum á Ísafirði.

Samningurinn um netþjónustu er þjónustusamningur sem lýtur að víðnetstengingum, netþjónusu og þjónustu við rekstur búnaðar því tengdu. Skv. honum mun Snerpa veita Orkubúinu fjarskipta- og Internetþjónustu vegna starfsstöðva Orbubúsins víða um Vestfirði og sjá um stjórnun búnaðar því tengdu.

Samkvæmt samningnum um eignarhald og rekstur á ljósleiðurum  kaupir Snerpa tvo ljósleiðara sem Orkubúið lagði árið 2004 en Orkubúið öðlast einnig tiltekin réttindi um afnot af þeim og mun Snerpa því einnig sjá um ljósleiðaratengingar fyrir Orkubúið þar sem þeirra nýtur við. Með kaupunum á ljósleiðurunum ásamt annarri uppbyggingu hyggst Snerpa koma upp öflugum gagnaflutningsleiðum á Ísafirði og víðar sem munu tryggja íbúum á svæðinu háhraða netþjónustu síðar á þessu ári.


Til baka