Ný vefsíða hefur verið sett á internetið á vegum Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar og fór hún formlega á netið í dag. Var hún opnuð með pompi og prakt á Slökkvistöðinni á Ísafirði og mættu þar starfsmenn Snerpu ásamt fjölmörgum úr Slökkviliði Ísafjarðar og fulltrúum Ísafjarðabæjar í kökur og kaffi.
Innihald síðunnar miðast við að hafa allar upplýsingar vel sýnilegar og aðgengilegar hinum almenna borgara. Myndir skipa stórann þátt í efni vefsíðunnar og má þar finna hinar ýmsu myndir frá starfi slökkviðiðsins í gegnum árin. Slökkviliðið vill koma því á framfæri að ef að þú eða einhver sem að þú þekkir lumar á myndum af slökkviliðstarfi eða öðru tengdu því, að hafa samband við þá.
Starfsfólk Snerpu ehf óskar Slökkviliðinu til hamingju með nýjann vef.
Endilega lítið á vefinn.