Snerpa ehf., á Ísafirði fagnar 20 ára afmæli í dag en fyrirtækið var stofnað 25. nóvember 1994 af þeim Birni Davíðssyni og Jóni Arnari Gestssyni.
Það er stór áfangi og að því tilefni erum við með tilboð og afslætti á hinum ýmsu vörum í verslun okkar að Mánagötu 6 þessa vikuna.
Föstudaginn 28. nóvember ætlum við síðan að hafa opið hús hjá okkur og verða léttar veitingar í boði fyrir gesti og gangandi milli kl. 15 og 18 þann dag.
Okkur þætti vænt um ef þú sæir þér fært að kíkja við hjá okkur, spjalla við starfsmenn skoða og þiggja léttar veitingar.
Við hlökkum til að sjá ykkur á föstudaginn!