Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Snerpa Snerpa | 24. júlí 2002

Snerpa kynnir nýja gjaldskrá fyrir ADSL

Snerpa hefur nú gert breytingar á gjaldskrá sinni fyrir ADSL-sambönd. Gjaldskráin gildir einnig fyrir ISDNplús og Internet um breiðband. ISDNplús er fáanlegt um allt land en IuB er eingöngu fáanlegt á afmörkuðum svæðum í Reykjavík.Ekki er um neina hækkun að ræða en nú hefur áskriftarflokkum verið fjölgað og notendur sem kaupa 2GB notkun og meira í fastri áskrift fá nú innanlandsumferð fría. Umferð milli notenda er einnig ávallt frí. Smærri tengingar en 1 GB eru nýjung en eru eingöngu seldar til heimila.

Innifalið er föst IP-tala, veiruhreinsun pósts og ruslpóstvarnir og afnot af INfilter vefgæslunni ef vill. Samskiptahraði getur verið allt að 1,5 Mbps til notanda.

Gjaldskrá frá 1. ágúst 2002 (m. vsk.)

ADSL 250MB kr.  1.250,-
ADSL 500MB kr. 1.900,-
ADSL 1GB kr. 2.900,-
ADSL 2GB kr. 4.600,-
ADSL 3GB kr. 6.900,-
ADSL 4GB kr. 9.100,-
ADSL 5GB kr. 11.300,-

Til baka