Snerpa ehf. og Vestmark ehf. hafa
komið sér saman um eftirfarandi viljayfirlýsingu:
Aðilar eru sammála um að stefna að samnýtingu gagnaleiða annarsvegar milli Ísafjarðar og Reykjavíkur og hinsvegar um Vestfirði, til hagræðis fyrir báða aðila. Jafnframt eru aðilar sammála um að stefna að samstarfi um markaðssetningu á þjónustu um Vestfirði og jafnvel víðar.
Viljayfirlýsing þessi er sett fram með það að markmiði að tryggja samstarf aðila og nýta sem best þá reynslu sem þeir hafa áunnið sér í upplýsingatækni og jafnframt að ná fram sem mestri hagræðingu í rekstri beggja til að tryggja viðskiptavinum sem besta og hagkvæmasta þjónustu.