Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Snerpa Snerpa | 14. október 2002

Snerpa þátttakandi í norrænum ráðherrafundi um upplýsingatækni

Þann 10. október nk. standa ráðherrar upplýsingatæknimála fyrir fundi um stefnu í upplýsingatæknimálum í Osló. Ráðuneyti hvers lands mun hvert fyrir sig taka fyrir eitt umræðu efni en einnig taka til máls sérfræðingar af sama þjóðerni. Björn Davíðsson hjá Snerpu mun, auk samgönguráðherra Sturlu Böðvarssonar, flytja stutt erindi á fundinum um þróun gagnaflutninga í dreifbýli.

Yfirskrift erindis ráðherra mun verða um sýn stjórnvalda á verðlagningu gagnaflutninga.

,,Ég lít á þetta sem gott tækifæri til að koma á framfæri þörfum okkar sem úti á landi búum og geti skýrt hver reynsla okkar er af þeirri þróun sem átt hefur sér stað. Þá túlka ég þetta vissulega þannig að það sé fyrir hendi aukinn skilningur á þörfum dreifbýlisins og vilja til að við getum verið fullir þátttakendur í upplýsingatæknibyltingunni. Ég vonast einnig til þess að nú sjáum við ákveðin vatnaskil í verðlagningu á gagnaflutningum í dreifbýli, en við höfum lengi bent á að bæði tæknilegar og viðskiptalegar forsendur eru til þess að jöfnuður ríki í þessu efni. Þá vil ég einnig benda á að gagnaflutningar snúast ekki lengur einvörðungu um tölvutengingar og Internet, heldur einnig t.d. um mál eins og stafrænt sjónvarp, fjarnám og rekstur myndfundakerfa." segir Björn af þessu tilefni.

Erindið má nálgast hér.


Til baka