Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Björn Davíðsson Björn Davíðsson | 6. september 2023

Stúdentagarðar Háskólaseturs tengjast FSNET um Snerpu

Frá undirritun samningsins.
Frá undirritun samningsins.

Þann 1. september sl. var gengið frá nýjum samningi við Stúdentagarða Háskólaseturs Vestfjarða hses. um að Snerpa muni koma upp og sjá um allar nettengingar í stúdentagörðunum. Samningurinn er með þeim hætti að stúdentar frá aðgang að FSNET, sem er rekið af Menntamálastofnun og verða því á pari með stúdentum á SV-horninu um aðgang að Internetinu. Snerpa mun hinsvegar sjá um allan búnað og tengingar á milli aðgangsnets Snerpu og Háskólasetursins sem tengist síðan við FSNET.

Í vetur mun Snerpa síðan koma upp nýjum valkosti til nettenginga fyrir nemendur í Háskólasetrinu sem búa annars staðar en á Stúdentagörðum og geta þeir þá tengst inn á FSNET með sama hætti og þeir væru á stúdentagörðum á mun ódýrari nettengingum en ella.

Á myndinni eru f.v.: Peter Weiss forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða, Halldór Halldórsson stjórnarformaður Stúdentagarða Háskólaseturs Vestfjarða hses., Björn Davíðsson framkvæmdastjóri Snerpu og Þorbergur Haraldsson forstöðumaður fyrirtækjaþjónustu Snerpu.


Til baka