Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Sturla Stígsson Sturla Stígsson | 12. maí 2015

Útbreiðsluáætlun og framkvæmdir í Smartnetinu

Smartnet er háhraðanet Snerpu og byggir á sömu tækni og Ljósnet Mílu sem Vodafone, Síminn og fleiri internetveitur bjóða upp á. Smartnet býður upp á gríðarlega öflugar gagnatengingar með hraða allt að 70 Mbit/s til notenda en til samanburða er hámarks hraði 50 Mbit/s á Ljósnetinu.

Uppi eru hugmyndir hjá Snerpu að fara í stækkun á Smartneti á þessu ári og langar okkur að athuga áhuga íbúa á þessum svæðum fyrir þeim valmöguleika og hvort þeir hafi áhuga á að fá Smartnet.

Þær framkvæmdir sem stefnt er á að fara í sumarið 2015

  • Urðavegur 78 og 80
  • Múlalandsblokkir 12 og 14 og einnig Seljaland og Skógarbraut
  • Stakkanes 2-18
  • Blokkin við Fjarðarstræti 2-6

Þeir sem hafa áhuga á þessum svæðum fyrir Smartnetstengingum eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig hér.

Vodafone notar einnig Smartnet þannig að viðskiptavinir Vodafone geta einnig nýtt sér aukin netgæði sem framkvæmdirnar hafa í för með sér.

Skráning nú er til að láta okkur vita af áhuga þínum á sambandi. Haft verður nánara samband þegar mögulegt verður að tengja þig við Smartnetið, til staðfestingar á að þú hafir ennþá áhuga og viljir fá sambandið.


Til baka