Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Dev

* Færslu/útskriftargjald bætist á reikning skv. verðskrá.

Snerpa býður upp á fjölbreytta Internetþjónustu.

Snerpa býður allar hefðbundnar tengingar eins og Ljósleiðara, Smartnet (þar sem Snerpa er með búnað) og Ljósnet Mílu um allt land. Snerpa rekur Internetþjónustu með miðstöð á Ísafirði og er með búnað á Suðureyri, Þingeyri, Flateyri, Bíldudal, Hnífsdal, Súðavík, Tálknafjörð, Bolungarvík, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og Þróunarsetri Vestfjarða. Netþjónustan hefur starfað síðan árið 1994 og er því ein sú elsta á landinu.

Margt getur truflað þráðlaust netsamband og eru heimasímamóðurstöðvar og hátalarar sem eru nálægt routernum algengustu atriðin. Einnig skiptir fjarlægð tölvu eða tækis frá routernum máli. Best er að hafa routerinn í opnu rými en ekki inn í skáp eða bakvið hillu. Byggingarefni í húsi getur haft áhrif á sambandið.

Einnig er mikilvægt ef er loftnetsprik á beininum að það sé lóðrétt. Betra er að tengja t.d. borðtölvu við beini með kapli en þráðlausu ef afköst skipta milku máli.

Það getur margt haft áhrif á drægni þráðlausa netsambandið en byggingarefni húsins og fjarlægð skipta þá mestu máli. 

Hvernig laga ég það?

Það væri annað hvort hægt að færa routerinn þannig að hann sé meira miðlægur (ef á við) eða setja upp auka þráðlausan sendi (Wireless AP)

Já. Hægt er að taka heimasímann yfir ljósleiðara og Smartnet Snerpu. Til að byrja með er eingöngu í boði símaþjónusta frá Snerpu og Vodafone en búast má við að fleiri símafélög komi sér upp þeirri samtengingu við Snerpu sem þarf til að þau geti einnig veitt þjónustu yfir ljósleiðara Snerpu. 

Hægt er að fá aðstoð hjá Snerpu við að yfirfæra símaþjónustuna og er hægt að óska eftir því í netfangið sala@snerpa.is

Enn sem komið er er það einungis Vodafone sem gert hefur samning við Snerpu og geta notendur Vodafone því tengst um ljósleiðara Snerpu. Verið er að vinna að samningum við Mílu um heimtaugaleigu og fljótlega geta því öll fjarskiptafyrirtæki sem nýta þjónustu Mílu boðið sína þjónustu á ljósleiðara Snerpu.

Þegar leggja þarf nýjar húslagnir þá er svarið yfirleitt nei. Hafi áður verið tengdur ljósleiðari í íbúðina er yfirleitt hægt að fá tengingu með stuttum fyrirvara en afhendingartími á nýlögnum getur verið allt að 6-8 vikur.

Þegar internet tenging er pöntuð í gegnum pöntunarformið á Snerpa.is að þá er rafrænn greiðslumáti sjálfkrafa valinn. Ef viðskiptavinur vill greiða á annan máta, s.s. fá greiðsluseðil eða borga með greiðslukorti, þá þarf hann að hafa samband við Snerpu í síma 520-4000 eða senda tölvupóst á sala@snerpa.is.

Extanet er þjónusta sem boðin er á heimilistengingum og hentar þeim sem kaupa nettengingar á fleiri en einum stað. Þá er einungis keyptur gagnamagnspakki með fyrstu tengingunni en á öðrum stöðum er notað ExtraNet. ExtraNet virkar þannig að í stað gagnamagnspakka er samnýtt gagnamagn með fyrstu tengingunni. Hægt er samnýta gagnamagnið á mörgum tengingum og greiðir notandi þá gjald fyrir ExtraNet (990 kr) í stað gagnamagnspakka á aukatengingunum. Ekki er hægt að sundurliða notkun á milli tenginga þegar ExtraNet þjónustan er notuð. ExtraNet er ekki í boði með ómagnmældum tengingum.

Ljósnet eða VDSL (Very high bit-rate Digital Subscriber Line) er tækni sem nýtir ljósleiðara sem eru til staðar nú þegar í breiðbandsgötuskápum. Þaðan eru hefðbundnar símalínur úr kopar notaðar til háhraðagagnaflutnings inn á heimili til dæmis fyrir Internet og sjónvarpsefni. Ljósnet gefur miklu meiri hraða á niðurhali en ADSL tenging og getur hvert heimili til dæmis verið með allt að fimm myndlykla og háskerpusjónvarp auk Internettengingar og heimasíma á einni og sömu símalínunni. Eðlilegur hraði á niðurhali á Ljósnetstengingu er frá 20Mbit/s upp í 50 Mbit/s.

Lykilorðið fyrir þráðlausa netið þitt er að finna á límmiða undir routernum í línu sem er merkt WPA-PSK. Hægt er að breyta því í gegnum vefviðmót routersins.

Smartnet byggir á VDSL (Very high bit-rate Digital Subscriber Line) sem er tækni sem nýtir ljósleiðara sem eru til staðar nú þegar í breiðbandsgötuskápum. Þaðan eru hefðbundar símalínur úr kopar notaðar til háhraðagagnaflutnings inn á heimili til dæmis fyrir Internet og sjónvarpsefni. Smartnet býður upp á öflugar gagnatengingar með hraða allt að 100 Mbps til notenda en til samanburða er hámarks hraði 50 Mbps á Ljósnetinu. Eðlilegur hraði á niðurhali Smartnetstengingu er frá 24 Mbps upp í 95 Mbps

Það er hægt að taka sjónvarpsþjónustu Vodafone eða Sjónvarp Símans óháð neti á Smartnet Snerpu.

Sjá nánar hér.

 

Önnur þjónusta

Viðbótarpakki (óháð stærð) 3.500 kr.
Tengigjald / flutningsgjald * 5.000 kr.
Inntaksgjald ljósleiðara Snerpu - Einkahúsnæði í þéttbýli * 18.000 kr.
Inntaksgjald ljósleiðara Snerpu - Atvinnuhúsnæði Raunkostnaður
við lagningu
Ljósleiðari Mílu (GPON) - aðgangsgjald (heimtaug og port) 4.890 kr.
Extranet 1.000 kr.
Netfang 5GB  995 kr.
Innheimtukostnaður - Greitt með greiðsluseðli (seðilgjald) 190 kr.
Innheimtukostnaður - Greitt með kreditkorti 0 kr.
Búnaður
Netbeinir (router) fyrir heimilistengingar (leigugjald p.mánuð) 1.090 kr.
Nýtt ljósleiðaraskott 2.500 kr.
Inntakssía (splitter) 1.890 kr.

* Ekki er innheimt tengigjald/flutningsgjald af tengingum ef viðkomandi er með áskrift í a.m.k 6 mánuði samfellt á sama heimilisfangi. Sé tengingu sagt upp eða hún flutt innan 6 mánaða áskilur Snerpa sér rétt til að innheimta tengi- eða flutningsgjald eftir verðskrá hverju sinni.

* Miðað er við að heimtaug sé tilbúin eða á áætlun Snerpu um heimtaugalagnir. Efni við innanhússlagnir skv. raunkostnaði.

Almennir notkunarskilmálar

  • Eftirfarandi skilmálar tóku gildi þann 3. ágúst 2021 og gilda um internetþjónustu Snerpu ehf. annars vegar og viðskiptavina Snerpu hins vegar. Þeir gilda um öll viðskipti Snerpu við viðskiptavini félagsins nema um annað sé samið sérstaklega og er bæði kaupendum þjónustunnar og öðrum notendum hennar skylt að hlíta þessum skilmálum.
  • Snerpa áskilur sér rétt til að breyta skilmálum með dagsettri endurútgáfu þeirra. Allir nýjir og eldri samningar falla undir hina nýju skilmála.
  • Snerpa áskilur sér rétt til að færa þjónustu kaupanda milli þjónustukerfa að eigin frumkvæði.
  • Snerpa lætur kaupanda í té aðgang að internet- og tölvuþjónustu sinni. Kaupandi sem skráður er fyrir þjónustunni ber fulla ábyrgð á allri notkun henni tengdri og er með öllu óheimilt að láta af hendi lykilorð til þriðja aðila eða opna aðgang þannig að lykilorðs sé ekki þörf. Óheimilt er að samnýta þjónustuna með öðrum heimilum eða fyrirtæki.
  • Sé tenging keypt í atvinnuskyni er í boði að nýta þjónustuleiðir sem eru í boði til einstaklinga, þó er ekki í boði ómælt gagnamagn nema gerður sé um slíkt sérstakur samningur. Kaupi fyrirtæki þjónustuleið sem ætluð er einstaklingum gildir sama þjónustustig, m.a. að ekki er í boði neinn forgangur að viðgerð ef tenging bilar.
  • Kaupanda að þjónustu Snerpu er með öllu óheimilt að nota aðgang sinn til að komast yfir upplýsingar um aðra notendur á nettengingu Snerpu, aðrar en þær sem veittar eru í opnum gagnagrunnum á vefnum.
  • Noti kaupandi meira gagnamagn en innifalið er í umsaminni áskriftarleið áskilur Snerpa sér rétt til að bæta við gagnamagnspökkum eða flytja kaupanda í aðra áskriftarleið skv. gildandi verðskrá. Aðvörun um slíkt er send á netfang viðkomandi kaupanda og hefur hann þá tækifæri til að færa sig milli áskriftaleiða eða að öðrum kosti fá reikning fyrir aukapökkum. Sé kaupandi á þjónustuleið með ótakmörkuðu gagnamagni áskilur Snerpa sér rétt til að fylgjast með heildarnotkun kaupanda m.t.t. gagnamagnsnotkunar og grípa til viðeigandi ráðstafana sé notkun hans óhæfileg og utan eðlilegra marka að mati Snerpu. Meðalálag sem er meira en 10% af hámarkshraða yfir heilan mánuð telst ávallt utan eðlilegra marka.
  • Kaupanda er óheimilt að trufla, skerða eða á annan hátt hafa áhrif á notkun annarra viðskiptavina, t.d. með fjöldapóstssendingum. Kaupanda er óheimilt að hýsa efni sem brýtur í bága við íslensk lög og reglugerðir s.s. vegna höfundaréttar, eignaréttar eða efni sem brýtur í bága við almennt velsæmi eða láta slíkt efni liggja á lausu á vefsvæðum. Kaupendur þjónustunnar skulu forðast bein skemmdarverk og virða almennar umgengnisreglur sem settar eru á internetinu bæði hvað varðar óhæfilega netumferð, truflun á notkun annarra og vanrækslu á netöryggi.
  • Snerpa tryggir ekki að tengihraði kaupanda sé sá sami og áskriftarleið hans segir til um. Hraði tengingar er ávallt háður gæði línu milli notanda og þjónustu, innanhússlögnum, afköstum búnaðar, álags á línu og öðrum þáttum.
  • Kaupanda ber að tilkynna skriflega uppsögn á internetþjónustu Snerpu eða með tölvupósti frá netfangi hans. Í uppsögn skal koma fram fullt nafn kaupanda og kennitala hans. Uppsögn miðast við mánaðamót og þarf að hafa borist eigi síðar en 15 dögum fyrir mánaðarmót.
  • Snerpa er á engan hátt ábyrg vegna tjóns eða annars skaða sem kann að leiða af því að kaupandi getur ekki nýtt keypta þjónustu.
  • Snerpu er heimilt bjóða upp á samninga þar sem viðskiptavinur skuldbindur sig í allt að sex mánuði. Ef viðskiptavinur segir upp slíkum samningi á samningstíma áskilur Snerpa sér rétt til að krefja viðskiptavinar um þau mánaðargjöld sem ógreidd eru af samningstímanum auk riftunargjalds.
  • Snerpa áskilur sér rétt til þess að hafa samband við viðskiptavin í viðskiptalegum tilgangi, óháð skráningu þeirra í símaskrá. Viðskiptavinum er ávallt heimilt að afþakka slík samskipti af hálfu Snerpu.
  • Fjarskiptasambandi er venjulega ekki komið á við nokkra húseign, nema húseigandi leyfi endurgjaldslaust að koma fyrir fjarskiptabúnaði í húsi og á lóð og ber þeim sem óskar eftir þjónustunni, að sjá um að slíkt leyfi húseiganda/lóðarhafa sé fyrir hendi.
  • Snerpa áskilur sér rétt til að vinna úr gögnum um viðskiptavin í því skyni að bjóða honum nýjar áskriftarleiðir, þjónustu eða önnur tilboð honum til hagsbóta.

- Brot á ofangreindum skilmálum getur haft í för með sér tafarlausa lokun á þjónustunni.

- Rísi mál út af viðskiptasamningum Snerpu skal það rekið fyrir Héraðsdómi Vestfjarða.