Almennir notkunarskilmálar
- Eftirfarandi skilmálar tóku gildi þann 3. ágúst 2021 og gilda um internetþjónustu Snerpu ehf. annars vegar og viðskiptavina Snerpu hins vegar. Þeir gilda um öll viðskipti Snerpu við viðskiptavini félagsins nema um annað sé samið sérstaklega og er bæði kaupendum þjónustunnar og öðrum notendum hennar skylt að hlíta þessum skilmálum.
- Snerpa áskilur sér rétt til að breyta skilmálum með dagsettri endurútgáfu þeirra. Allir nýjir og eldri samningar falla undir hina nýju skilmála.
- Snerpa áskilur sér rétt til að færa þjónustu kaupanda milli þjónustukerfa að eigin frumkvæði.
- Snerpa lætur kaupanda í té aðgang að internet- og tölvuþjónustu sinni. Kaupandi sem skráður er fyrir þjónustunni ber fulla ábyrgð á allri notkun henni tengdri og er með öllu óheimilt að láta af hendi lykilorð til þriðja aðila eða opna aðgang þannig að lykilorðs sé ekki þörf. Óheimilt er að samnýta þjónustuna með öðrum heimilum eða fyrirtæki.
- Sé tenging keypt í atvinnuskyni er í boði að nýta þjónustuleiðir sem eru í boði til einstaklinga, þó er ekki í boði ómælt gagnamagn nema gerður sé um slíkt sérstakur samningur. Kaupi fyrirtæki þjónustuleið sem ætluð er einstaklingum gildir sama þjónustustig, m.a. að ekki er í boði neinn forgangur að viðgerð ef tenging bilar.
- Kaupanda að þjónustu Snerpu er með öllu óheimilt að nota aðgang sinn til að komast yfir upplýsingar um aðra notendur á nettengingu Snerpu, aðrar en þær sem veittar eru í opnum gagnagrunnum á vefnum.
- Noti kaupandi meira gagnamagn en innifalið er í umsaminni áskriftarleið áskilur Snerpa sér rétt til að bæta við gagnamagnspökkum eða flytja kaupanda í aðra áskriftarleið skv. gildandi verðskrá. Aðvörun um slíkt er send á netfang viðkomandi kaupanda og hefur hann þá tækifæri til að færa sig milli áskriftaleiða eða að öðrum kosti fá reikning fyrir aukapökkum. Sé kaupandi á þjónustuleið með ótakmörkuðu gagnamagni áskilur Snerpa sér rétt til að fylgjast með heildarnotkun kaupanda m.t.t. gagnamagnsnotkunar og grípa til viðeigandi ráðstafana sé notkun hans óhæfileg og utan eðlilegra marka að mati Snerpu. Meðalálag sem er meira en 10% af hámarkshraða yfir heilan mánuð telst ávallt utan eðlilegra marka.
- Kaupanda er óheimilt að trufla, skerða eða á annan hátt hafa áhrif á notkun annarra viðskiptavina, t.d. með fjöldapóstssendingum. Kaupanda er óheimilt að hýsa efni sem brýtur í bága við íslensk lög og reglugerðir s.s. vegna höfundaréttar, eignaréttar eða efni sem brýtur í bága við almennt velsæmi eða láta slíkt efni liggja á lausu á vefsvæðum. Kaupendur þjónustunnar skulu forðast bein skemmdarverk og virða almennar umgengnisreglur sem settar eru á internetinu bæði hvað varðar óhæfilega netumferð, truflun á notkun annarra og vanrækslu á netöryggi.
- Snerpa tryggir ekki að tengihraði kaupanda sé sá sami og áskriftarleið hans segir til um. Hraði tengingar er ávallt háður gæði línu milli notanda og þjónustu, innanhússlögnum, afköstum búnaðar, álags á línu og öðrum þáttum.
- Kaupanda ber að tilkynna skriflega uppsögn á internetþjónustu Snerpu eða með tölvupósti frá netfangi hans. Í uppsögn skal koma fram fullt nafn kaupanda og kennitala hans. Uppsögn miðast við mánaðamót og þarf að hafa borist eigi síðar en 15 dögum fyrir mánaðarmót.
- Snerpa er á engan hátt ábyrg vegna tjóns eða annars skaða sem kann að leiða af því að kaupandi getur ekki nýtt keypta þjónustu.
- Snerpu er heimilt bjóða upp á samninga þar sem viðskiptavinur skuldbindur sig í allt að sex mánuði. Ef viðskiptavinur segir upp slíkum samningi á samningstíma áskilur Snerpa sér rétt til að krefja viðskiptavinar um þau mánaðargjöld sem ógreidd eru af samningstímanum auk riftunargjalds.
- Snerpa áskilur sér rétt til þess að hafa samband við viðskiptavin í viðskiptalegum tilgangi, óháð skráningu þeirra í símaskrá. Viðskiptavinum er ávallt heimilt að afþakka slík samskipti af hálfu Snerpu.
- Fjarskiptasambandi er venjulega ekki komið á við nokkra húseign, nema húseigandi leyfi endurgjaldslaust að koma fyrir fjarskiptabúnaði í húsi og á lóð og ber þeim sem óskar eftir þjónustunni, að sjá um að slíkt leyfi húseiganda/lóðarhafa sé fyrir hendi.
- Snerpa áskilur sér rétt til að vinna úr gögnum um viðskiptavin í því skyni að bjóða honum nýjar áskriftarleiðir, þjónustu eða önnur tilboð honum til hagsbóta.
- Brot á ofangreindum skilmálum getur haft í för með sér tafarlausa lokun á þjónustunni.
- Rísi mál út af viðskiptasamningum Snerpu skal það rekið fyrir Héraðsdómi Vestfjarða.