Fossavatnsgöngunni er ætlað að vera vettvangur fyrir alla unnendur skíðaíþróttarinnar og hollrar útiveru, hvort sem það eru þrautþjálfaðir keppnismenn, útivistarfólk, trimmarar, byrjendur eða börn.
Þátttakendur geta valið á milli fjögurra vegalengda: 50 km, 25 km, 10 km og 5 km.

Í tveimur lengstu vegalengdunum er þátttakendum skipt í eftirtalda aldursflokka:
16-34 ára, 35-49 ára, 50-65 ára, 66 ára og eldri.

Í styttri vegalengdunum er einn opinn flokkur hjá hvoru kyni. 

Allar vegalengdir í Fossavatnsgöngunni eru gengnar með hefðbundinni aðferð.

Sjá nánar á fossavatn.com