Stofnað hefur verið Fjölþrautafélagið Landvættir. Tilgangur félagsins er að safna félögum. Til að geta orðið Landvættur þarf viðkomandi að afreka eftirfarandi á innan við 12 mánuðum:
Vesturhluti: Fossavatnsgangan, 50 km eða NæturFossavatnið lengri vegalengd, skíðaganga á Ísafirði.
Norðurhluti: Jökulsárhlaupið, 32.7 km hlaup frá Dettifossi til Ásbyrgis eða Þorvaldsdalsskokkið um 25 km óbyggðahlaup eftir endilöngum Þorvaldsdal í Eyjafirði.
Austurhluti: Urriðavatnssundið, 2.5 km sund í Urriðavatni nálægt Fellabæ
Suðurhluti: Blue Lagoon Challenge, 60 km hjólreiðar frá Hafnarfirði.
Söfnun félaga hófst 2013.
Formaður félagsins er Ingvar Þóroddsson, Reynilundi 5 Akureyri,ingvarthi@simnet.is
Meðstjórnendur eru Daníel Jakobsson og Þóroddur Ingvarsson